fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Segja þetta helstu ástæðuna fyrir því að Ten Hag vilji Onana í stað De Gea

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. júlí 2023 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United nálgast kaup á Andre Onana, markverði Inter og má ætla að þessi vika verði mikilvæg í samningsviðræðum.

Enska stórliðið hefur verið á eftir Onana undanfarnar vikur. Leikmaðurinn vill ólmur fara til United og hefur samið um eigin kjör.

Inter hefur hins vegar hafnað tveimur tilboðum United. Það seinna hljóðaði upp á 50 milljónir evra en það dugði ekki til.

Talið er að tilboð upp á 55 milljónir evra verði nóg til að sannfæra Inter. Mikil bjartsýni er á að samningar séu að nást.

Það varð ljóst um helgina að David De Gea er farinn frá Manchester United. Félagið mun því að öllum líkindum sækja sér nýjan aðalmarkvörð í sumar og er ekki ólíklegt að það verði Onana.

Erik ten Hag, stjóri United, vann með Onana í fimm ár hjá Ajax og þekkir hann því vel.

Hann veit vel að hann getur spilað út frá marki, eitthvað sem De Gea gerði ekki nógu vel. Talið er að það sé stór ástæða þess að Ten Hag vilji Onana til félagsins, en Kamerúninn átti frábært tímabil með Inter.

United bindur vonir við að fá Onana með sér í æfingaferð sína til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband