Jonjo Shelvey var á dögunum úti að skemmta sér með liðsfélögum sínum úr Nottingham Forest, Chris Wood og Jesse Lingard.
Þar kynntist Shelvey konu sem hann bauð með þeim heim í smá eftirpartí.
Það fór þó ekki eins og konan hefði haldið.
Shelvey kveikti nefnilega á myndbandi af sjálfum sér á YouTube sem sýndi hæfileika hans til að gefa langar sendingar.
Konan birti einnig mynd, máli sínu til stuðnings.
Athyglisvert athæfi hjá hinum 31 árs gamla Shelvey sem undirbýr sig undir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni.