fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Kallaður rotta og svikari eftir ummæli í klefanum á Old Trafford – ,,Takk fyrir ekkert“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Chelsea eru margir bálreiðir út í miðjumanninn Mason Mount sem yfirgaf félagið á dögunum.

Mount er uppalinn hjá Chelsea og var vinsæll hjá félaginu en vildi ekki krota undir nýjan samning.

Man Utd borgar um 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem átti aðeins ár eftir af samningi sínum.

Myndband af Mount og faðir hans, Tony, bar birt í gær en þar má sjá þá í búningsklefa Man Utd á Old Trafford.

,,Mason, þessi búningsklefi. Þetta er okkar heimili, við eigum heima hér. Hver hefðí hugsað þetta þegar ég ól þig upp?“ sagði faðirinn við Mount í myndbandinu.

Mount svaraði þá: ,,Ég veit, ansi sérstakt er það ekki?“

Það hefur farið ansi illa í stuðningsmenn Chelsea sem hafa látið Mount heyra það á samskiptamiðlum og kalla hann svikara.

,,Hann kom inn sem strákur en yfirgaf félagið sem snákur. Takk fyrir ekkert, Mason Mount,“ skrifar einn.

,,Við kölluðum allir Thibaut Courtois snák og nú er Mikki mús Mount ennþá stærri snákur. Leyfið því að venjast,“ bætir annar við.

Sá þriðji segir svo: ,,Litla rotta. Mason ‘Snákur’ Mount.“ Það er því ansi augljóst að Mount er ekki vinsæll í London í dag og væri erfitt fyrir hann að snúa aftur heim á einhverjum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi