Chelsea gæti verið að sækja leikmann Arsenal og eru það fréttir sem myndu koma ansi mörgum á óvart.
Um er að ræða framherjann Folarin Balogun sem spilaði frábærlega með Reims í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Football Transfers fullyrðir að bandaríski landsliðsmaðurinn sé mögulegur kostur fyrir Chelsea í sumar.
Arsenal hefur nú þegar keypt leikmann frá Chelsea en það er fjölhæfi sóknarmaðurinn Kai Havertz.
Balogun virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Arsenal og er bandarískur líkt og eigendur Chelsea.