Newcastle gæti verið að fá gríðarlega óvænt nafn í sínar raðir eða hinn reynslumikla Leonardo Bonucci.
Bonucci er mjög sigursæll varnarmaður en hann gaf það út á þessu ári að skórnir færu á hilluna árið 2024.
Bonucci er 36 ára gamall en hann er leikmaður Juventus og hefur spilað þar undanfarin 13 ár í raun.
Það er fyrir utan eitt tímabil sem varnarmaðurinn eyddi hjá AC Milan frá 2017 til 2018 en hann var ekki lengi að snúa aftur.
Newcastle virðist hafa áhuga á þessum öfluga miðverði sem á að baki 121 landsleik fyrir
Ítalíu.
Calciomercato greinir frá því að Newcastle sé nú þegar í viðræðum við Bonucci og hans umboðsmenn.