Þróttur 1 – 2 Vestri
1-0 Aron Snær Ingason
1-1 Ignacio Echevarria
1-2 Vladimir Tufegdzic
Vestri nálgast nú Þróttara í Lengjudeild karla eftir leik liðanna sem fór fram í dag – um var að ræða eina leik dagsins í næst efstu deild.
Þróttarar komust yfir með marki snemma leiks en Aron Snær Ingason kom þá boltanum í netið.
Ignacio Echevarria skoraði svo fyrir Vestra undir lok fyrri hálfleiks og bætti Vladimir Tufegdzic við öðru í seinni hálfleik.
Það reyndist nóg til að tryggja sigur en Vestri er nú með 12 stig eftir tíu leiki en Þróttarar sitjga í sjötta sætinu með 13.