fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Hágrét og hringdi í mömmu sína eftir ákvörðun sem vakti mikla furðu – ,,Ég gat ekki borðað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, ákvað að yfirgefa Manchester City eftir leik við Paris Saint-Germain árið 2021.

Um var að ræða mikilvægan leik í Meistaradeildinni en Pep Guardiola, stjóri liðsins, ákvað að nota Oleksandr Zinchenko sem falska níu í þessum leik.

Zinchenko hefur verið notaður sem bakvörður eða miðjumaður, annað en Jesus sem spilar ávallt í framlínunni eða á vængnum.

.Guardiola ákvað að notast við Zinchenko í þessum leik en Jesus kom inná sem varamaður og sá um að tryggja liðinu 2-1 sigur.

Brassinn hafði þó tekið ákvörðun um að fara eftir þessa ákvörðun og skrifaði undir hjá Arsenal síðasta sumar.

,,Við spiluðum leik í Meistaradeildinni, gegn PSG á heimavelli og hann ákvað að nota Oleksandr Zinchenko í falskri níu. Það var klikkun,“ sagði Jesus.

,,Daginn áður þá spilaði Zinchenko ekki þar á æfingu og hann notaði mig sem framherja. Zinchenko sagði meira að segja við mig: ‘Þann dag þá vorkenndi ég þér.’

,,Tveimur klukkutímum fyrir leik þá funduðum við saman, borðuðum og hvíldum okkur. Hann sagði okkur liðið og ég gat ekki borðað.“

,,Ég fór beint inn í klefa og hágrét. Ég hringdi í mömmu og sagðist vilja fara. Ég vildi fara heim því Zinchenko fór fram frekar en ég, hann setti vinstri bakvörð þarna frekar en mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – Dómaraskandall rændi Íslendinga

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – Dómaraskandall rændi Íslendinga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Athyglisverð uppákoma í Frakklandi fyrir leik Íslands

Athyglisverð uppákoma í Frakklandi fyrir leik Íslands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt að 200 Íslendingar í París í kvöld

Allt að 200 Íslendingar í París í kvöld