Daley Blind er búinn að semja við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Bayern Munchen í Þýskalandi.
Blind samdi við Bayern í janúarglugganum á frjálsri sölu en spilaði síðast aðeins sex mínútur gegn Augsburg í mars.
Alls spilaði Blind fimm leiki fyrir Bayern en var í miklu varahlutverki í marga mánuði.
Blind er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en fyrir það var hann leikmaður Ajax.
Nú hefur Blind krotað undir hjá Girona á Spáni en liðið leikur í efstu deild og gerir Hollendingurinn eins árs samning.
Miðjumaðurinn er 33 ára gamall og á að baki 101 landsleik fyrir Holland.