fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Fréttaflutningur í beinni vekur mikla athygli: Allt var eðlilegt en svo tók fólk eftir þessu – Margir sáttir en skoðanir eru þó skiptar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. júlí 2023 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita nú er Declan Rice á leið til Arsenal frá West Ham. Verður hann dýrasti Englendingur sögunnar en Arsenal greiðir Hömrunum 105 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Umfjöllun í írskum sjónvarpsfréttum um málið hefur vakið mikla athygli.

Rice spilaði nefnilega með Írlandi í yngri landsliðum og á þrjá æfingaleiki að baki fyrir A-landslið Írlands.

Árið 2019 ákvað hann hins vegar að velja enska landsliðið fram yfir það írska og var ákvörðunin auðvitað umdeild.

Í írskum sjónvarpsfréttum var sagt frá skiptum Rice frá West Ham til Arsenal en athygli vakti að aðeins voru sýndar myndir af honum í írska landsliðsbúningnum á meðan fréttin var sögð.

Þá þótti fréttamaðurinn segja að Rice væri „enskur“ með kaldhæðnislegum tón.

Hefur þetta vakið gríðarlega athygli og kátínu margra þó aðrir séu auðvitað ekki eins sáttir.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn