Eins og flestir vita nú er Declan Rice á leið til Arsenal frá West Ham. Verður hann dýrasti Englendingur sögunnar en Arsenal greiðir Hömrunum 105 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Umfjöllun í írskum sjónvarpsfréttum um málið hefur vakið mikla athygli.
Rice spilaði nefnilega með Írlandi í yngri landsliðum og á þrjá æfingaleiki að baki fyrir A-landslið Írlands.
Árið 2019 ákvað hann hins vegar að velja enska landsliðið fram yfir það írska og var ákvörðunin auðvitað umdeild.
Í írskum sjónvarpsfréttum var sagt frá skiptum Rice frá West Ham til Arsenal en athygli vakti að aðeins voru sýndar myndir af honum í írska landsliðsbúningnum á meðan fréttin var sögð.
Þá þótti fréttamaðurinn segja að Rice væri „enskur“ með kaldhæðnislegum tón.
Hefur þetta vakið gríðarlega athygli og kátínu margra þó aðrir séu auðvitað ekki eins sáttir.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Sublime shithousery by RTE News reporting on Declan Rice 🇮🇪 pic.twitter.com/FwMwY5BUv5
— Paul O’Brien (@PGaillimh) July 5, 2023