Viðræður Manchester United við Inter Milan halda áfram og segir Sky Sports að vonir standi til um að félögin geti náð saman um kaup á Andre Onana.
Talið er að Inter muni sætta sig við 40 milljónir punda og 5 milljónir punda í bónusa.
Fyrsta tilboði United í Onana var hafnað en Erik ten Hag, stjóri liðsins vill ólmur fá sinn gamla vin.
Onana er 27 ára gamall og átti gott ár hjá Inter en hann og Ten Hag unnu saman hjá Ajax og náði góðum árangri saman.
Dean Henderon og Tom Heaton eru markmenn United í dag en David de Gea er án samning og virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.