Neymar leikmaður PSG lenti i klandri í heimalandi sínu en á sama tíma er framtíð hans hjá PSG í lausu lofti en franska félagið vill losna við hann.
Mundo Deportivo segir frá því á Spáni að Neymar hafi lent í hálfgerðum slagsmálum á skemmtistað í Rio de Janeiro í heimalandinu.
Neymar var úti á lífinu með unnustu sinni Bruna Biancardi þegar hann fór að rífast við mann.
Neymar og annar maður á staðnum fóru að rífast og byrjuðu að ýta hvor öðrum og öskra á hvorn annan.
Öryggisverðir á staðnum þurfa að stíga á milli þeirra félaga og koma þeim í sundur, tókst það þokkalega ef marka má fréttirnar.
Neymar hefur verið í fréttum undanfarið en unnusta hans Bruna Biancardi varð svekkt þegar hann fór að sofa hjá öðrum konum, og fór ekki eftir reglum um að nota smokk og kyssa þær samkvæmt fréttum.