fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Töldu leikmann United ósáttan með fréttir dagsins af Mount en hann virðist svara því á samfélagsmiðlum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Mount verður í treyju númer 7 hjá Manchester United.

United tilkynnti um komu enska miðjumannsins í dag en skiptin höfðu legið í loftinu.

Mount kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.

United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.

Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.

Nú er ljóst að Mount fer í sögufrægu sjöuna hjá United. Menn á borð við Cristiano Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona hafa klæðst henni einnig.

Það höfðu verið orðrómar um að ungstirnið Alejandro Garnacho fengi sjöuna hjá United. Nú er ljóst að svo verður ekki.

Umræða fór af stað á samfélagsmiðlum um að það væri vanvirðing við Garnacho að Mount fái sjöuna.

Garnacho hefur hins vegar sett like við færslu um að Mount sé númer sjö og virðist því alveg sáttur við þetta allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah