fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Ræddu hvort tími Óskars með Blika væru vonbrigði – „Einhverjir kalla það vonbrigði en þetta er bara Breiðablik“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 21:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu fjórða tímabili með Breiðablik en eftir tap gegn KA í undanúrslitum bikarsins stefnir í að hann landi einum titli á þessum fjórum árum.

Þessi staðreynd var rædd í Dr. Football í dag en mikið hefur verið lagt í liði Breiðabliks undir stjórn Óskars sem gerði liðið að Íslandsmeisturum á síðasta ári. Liðið er ansi ólíklegt til að vinna þann stóra titil aftur.

„Ef við erum sanngjarnir og lítum á þessi fjögur ár Óskars, þetta stefnir í einn bikar. Einhverjir kalla það vonbrigði en þetta er bara Breiðablik, frábærir í yngri flokkum, konunum og old boys. Þetta er bara Breiðablik, þetta er klúbbur sem hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikar. Að eiga einn af þeim er það ekki bara frábært?,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnarni Dr. Football.

Sigurður Gísli Snorrason sérfræðingur þáttarins telur það ekki vera. „Það er klárlega ekki frábært, miðað við það sem er búið að leggja í þetta,“ sagði Sigurður.

Arnar Sveinn Geirsson fyrrum leikmaður Breiðabliks hafði þetta að segja. „Ég væri alveg sammála ef við værum ekki búnir að horfa upp á það sem við höfum horft á síðustu ár, hvað þeir hafa keypt inn, hvað þeir eru að borga og leggja í þetta. Þeirra plan er að vera klúbbur sem vinnur titla, þeir fela það ekkert. Niðurstaðan virðist ætla að verða einn titill á fjórum árum,“ sagði Arnar.

Arnar ræddi svo um sinn tíma hjá Breiðablik en besti leikmaður Blika í sumar Stefán Ingi Sigurðarson var í vikunni seldur til Belgíu. „Það er svo fyndið í Breiðablik, ég upplifði þetta þegar ég spilaði þarna. Það á að vinna titla en það á líka að vera uppeldisstöð og jafnvægið er ekki þarna, þú nærð ekki að búa jafnvægið til. Þeir rembast á báðum stöðum, það bitnar á titla dótinu. Þeir komast ekki alla leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll