fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Kristján les Flosa og stjórninni pistilinn í eldræðu sinni – „Þetta er aumingjaskapur og algjör meðalmennska“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson var á dögunum seldur frá Breiðabliki til Patro Eisden í belgísku B-deildinni. Blikinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson er allt annað en sáttur með hvernig hans menn hafa staðið að málunum.

Stefán var kominn með 13 mörk í öllum keppnum í sumar en kvaddi Blika eftir Evrópuleiki á dögunum. Hann var því ekki með þegar liðið féll úr leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn KA í gær í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

„Formaðurinn var nú að velta fyrir sér einhverjum myndum sem Belgarnir voru með í bakgrunni þegar Stefán Ingi var kynntur.“ Svona hóst eldræða Kristjáns í Þungavigtinni. Vísar hann þar til eftirfarandi færslu Flosa Eiríkssonar, formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks:

Kristján hélt svo áfram. „Af hverju í andskotanum eru Íslandsmeistararnir að selja leikmann þegar 10 mínútur eru í bikarúrslit. Hann ætti frekar að svara þeirri spurningu.

Þetta er bara kjaftæði og Breiðablik er enn og aftur að sýna það að þeir eru ekki komnir á meðal stærstu liðanna. Ég tek til baka að þeir séu stærsta lið landsins. Þetta er aumingjaskapur og algjör meðalmennska. Þú setur hnefann í borðið og ferð ekki með þennan strák út fyrr en við förum í bikarúrslit eða töpum í undanúrslitum.“

Hlustaðu á Þungavigtina hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni