fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Glöggir tóku eftir ansi athyglisverðu smáatriði í kveðjumyndbandi Mount sem setur hlutina í nýtt samhengi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glöggir knattspyrnuáhugamenn tóku eftir athyglisverðu smáatriði í kveðjumyndbandi Mason Mount til stuðningsmanna Chelsea.

Enski miðjumaðurinn er að ganga í raðir Manchester United. Rauðu djöflarnir greiða Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar fyrir leikmanninn.

Mount setti á samfélagsmiðla kveðju til stuðningsmanna Chelsea þar sem hann fór yfir ákvörðun sína og kvaddi félagið sem hann ólst upp hjá.

Glöggir tóku eftir því að á myndbandinu var Mount með aflitað hár en þegar hann mætti á æfingasvæði United í vikunni var hann með sitt hefðbundna brúna hár.

Það er því útlit fyrir að Mount hafi tekið kveðjumynbandið upp fyrr í sumar, jafnvel í sumarfríi sínu á Spáni. Það er því greinilega langt síðan leikmaðurinn tók þá ákvörðun að skipta yfir úr Chelsea í United.

Það er búist við því að United tilkynni kaupin á Mount í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll