Arnór Sigurðsson leikmaður Blackburn hefur fengið atvinnuleyfi á Englandi og getur því loks hafið æfingar með liðinu sem hann samdi við á dögunum.
Arnór gekk í raðir Blackburn á eins árs samningi og nýtt sér ákvæði FIFA um að leyfa leikmönnum í Rússlandi að fara án gjald.
Arnór átti eitt ár eftir af samningi sínum við CSKA Moskva en ákvæði er í samningi hans við Blackburn um að framlengja dvölina.
Arnór samdi við félagið á dögunum en hefur beðið eftir atvinnuleyfi sem er nú komið.
Íslenski landsliðsmaðurinn mætir á sína fyrstu æfingu í fyrramálið hjá Blackburn en stuðningsmenn félagsins eru spenntir fyrir því að sjá kauða á flugi.