Steven Gerrard var í gær ráðinn stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Gerrard heimsótti Sádi-Arabíu á dögunum og var í viðræðum við félagið. Upp úr þeim slitnaði og var talið að Gerrard myndi afþakka boð um að taka við liði þar í landi.
Al-Ettifaq náði hins vegar að sannfæra Gerrard um að koma aftur í viðræður við félagið og nú er hann tekinn við sem stjóri.
Gerrard hefur einnig stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum.
Liverpool-goðsögnin var rekin frá Villa á síðustu leiktíð en er nú kominn í nýtt starf.
Myndband af Gerrard eftir að tilkynnt var um ráðninguna á honum hefur vakið mikla athygli. Þar reynir hann að tala arabísku.
„Ég er Steven Gerrard. Ég er Ettifaqi,“ reynir Gerrard að segja á arabísku.
Þetta hefur vakið kátínu knattspyrnuáhugamanna. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Gerrard speaking Arabic uno.
At least he made the sound decision to go to Al Ettifaq, after backing out initially.
Can build a good legacy out there in the Middle East before becoming a NT manager. pic.twitter.com/kKKuhFniAe
— Romt (@Romt78) July 3, 2023