Harriet Robson unnusta, Mason Greenwood, leikmanns Manchester United á von á sínu fyrsta barni á næstunni. Hafa ensk blöð sagt frá því að parið sé að plana giftingu sína.
Greenwood hefur ekki spilað eða æft með Manchester United eftir að Robson birtir myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um gróft ofbeldi.
Lögreglan í Manchester handtók Greenwood og var hann kærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Robson sýndu kúluna sína í barnasturtu sem vinkonur hennar héldu fyrir hana um helgina.
Málið var látið niður falla fyrr á þessu ári þegar vitni breyttu framburði sínum og ný gögn bárust lögreglu.
Framtíð Greenwood í fótbolta er í óvissu en Manchester United mun á næstu vikum taka ákvörðun um framtíð hans. Félagið borgar honum 10 milljónir á viku þrátt fyrir að hann mæti ekki til æfinga.
Greenwood og Robson hafa sést saman opinberlega undanfarið og skruppu meðal annars til London á dögunum.