fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Nefnir fimm leikmenn sem voru í heimsklassa – Ronaldo ekki einn af þeim

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júlí 2023 11:00

Gary Neville og Roy Keane/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane spilaði aðeins með fimm ‘heimsklassa’ leikmönnum á sínum ferli hjá Manchester United.

Keane kom mörgum á óvart með þessu svari en hann nefnir þá Ryan Giggs, Denis Irwin, Paul Scholes, Mark Hughes og Eric Cantona.

Þessir leikmenn voru lengi frábærir knattspyrnumenn en athygli vekur að ekkert pláss er fyrir Cristiano Ronaldo, núverandi leikmann Al-Nassr.

Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar og er einnig sá markahæsti í sögu Real Madrid.

,,Við fengum ekki tækifærið til að tala um heimsklassa leikmenn. Ef ég horfi til baka þá ertu með Ryan Giggs,“ sagði Keane.

,,Ég flokka alltaf heimsklassa leikmenn sem leikmenn sem hafa gert þetta í níu til ellefu ár og Giggs var á toppnum mun lengur en það en það er það mikilvægasta til að vera talinn toppleikmaður.“

,,Í dag sjáum við leikmenn eiga góðan mánuð og þeir eru að gefa sjálfum sér hrós. Þú þarft að vera góður í mörg ár og Giggs er besta dæmið um það.“

Keane hélt áfram og nefndi þá fimm fyrir ofan en ákvað að sleppa því að tala um leikmenn eins og Ronaldo og David Beckham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag