fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Hrafnkell ómyrkur í máli er hann ræddi stöðuna á Suðurnesjum – „Þetta er mjög óeðlilegt og á ekkert að gerast“

433
Sunnudaginn 2. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.

Adam lék með Keflavík í fyrra á láni frá Víkingi R. og lék hann einnig með félaginu 2019 og 2020, sem og í 2. flokki.

Liðið er nú á botni Bestu deildarinnar og hefur gengið afar illa. Var Adam spurður út í stöðuna hjá sínu gamla félagi.

„Þetta er ekki gott eins og staðan er núna. En það er ekki hægt að búa til nýtt lið á hverju einasta ári. Það er erfitt að ná þessum leikmönnum sem eru númer 13-14 í Keflavík til að vera með metnaðinn til að ná lengra.

Lykilatriðið er að fá góða leikmenn í glugganum. Ég vona að stjórnin standi við bakið á Sigga og kaupi leikmenn. Þá hef ég alveg trú á þessu,“ sagði Adam.

Hrafnkell benti á leikmannamissi Keflavíkur í vetur.

„Þeir misstu 7-8 lykilmenn. Þetta er mjög óeðlilegt og á ekkert að gerast hjá neinum klúbbi.“

Adam tók til máls á ný.

„Ég reyndi að segja það við Sigga (Sigurð Ragnar Eyjólfsson) í fyrra, það á ekki að vera svona mikill munur á bestu liðunum og Keflavík í umgjörð, metnaði á æfingum og slíku. Það er ekki hægt að halda í við þessi lið ef þú ætlar alltaf að vera nokkrum skrefum eftir á í þessu.

Í fyrra voru þeir til dæmis ekki með styrktarþjálfara í fullu starfi. 2023 verður þú að vera með það og ég veit að þeir eru búnir að ráða einn núna. Þú getur ekki alltaf verið með bestu leikmennina, þeir fara í bestu liðin. En þú getur verið með allt til staðar til að geta sagt við næsta leikmann sem kemur inn að þú hafir það sem þurfi til að bæta hann. Ef þú ert ekki með það heldur er það mjög erfitt.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

David Moyes reynir að kaupa landsliðsmann Brasilíu

David Moyes reynir að kaupa landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Í gær

Klásúla í samningi Martinez – United tilbúið að borga meira til að skipta greiðslum

Klásúla í samningi Martinez – United tilbúið að borga meira til að skipta greiðslum
433Sport
Í gær

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
Hide picture