fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Allt brjálað því hann er að byggja nýtt hús sem er líkt við spítala: Hefur tekið yfir þrjú ár – ,,Gatan mín hefur verið lokuð í marga mánuði“

433
Laugardaginn 1. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannar Cristiano Ronaldo eru orðnir gríðarlega þreyttir á þeirri endalausu vinnu sem fer í að byggja nýtt glæsibýli leikmannsins.

Ronaldo er að byggja glæsibýli í Lisbon í Portúgal sem mun að lokum kosta hann 28 milljónir punda.

Það hefur tekið yfir þrjú ár að byggja húsið, eitthvað sem nágrannar portúgölsku stjörnunnar hafa fundið vel fyrir.

Blaðið Look ræddi við nágranna Ronaldo um byggingu hússins og voru viðbrögðin svo sannarlega ekki frábær.

,,Þeir hafa verið að byggja þetta hús í þrjú ár. Þetta er svo stórt, þetta lítur út eins og spítali,“ sagði einn nágranni.

Annar bætir við: ,,Gatan mín hefur verið lokuð í marga mánuði og garðurinn er fullur af sandi. Allt því Ronaldo er að byggja pýramída.“

Ronaldo er ekki einu sinni búsettur í Lisbon en hann og hans fjölskylda eru nú staðsett í Sádí Arabíu.

Svona á húsið svo að líta út eftir að framkvæmdir klárast.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit