fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Ferdinand pirraður út í Manchester United – „Finnst það ekki rétt eða sanngjarnt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júní 2023 09:42

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand er pirraður á sínu gamla félagi, Manchester United, vegna meðferðarinnar á markverðinum David De Gea.

Samningur Spánverjans er að renna út á miðnætti og hefur ekki tekist að endursemja.

Félagið bauð honum samning þar sem markvörðurinn hefði þurft að taka á sig mikla launalækkun frá þeim 375 þúsund pundum á viku sem hann er á núna og samþykkti De Gea það. Að lokum vildi United hins vegar ekki skrifa undir samninginn og vildi að hann lækkaði laun sín enn frekar.

Var De Gea pirraður á þessu.

Erik ten Hag er talinn vilja nýjan markvörð og er Andre Onana sterklega orðaður við félagið.

Getty

„Þetta er skondin staða. Hvort sem þú telur að David De Gea sé nógu góður fyrir Manchester United í dag er matsatriði. En hann hefur verið frábær þjónn fyrir félagið. Hann hefur verið hér í tólf ár og oft verið valinn leikmaður ársins. Hann er ótrúlegur atvinnumaður,“ segir Ferdinand.

„Það eru margir sem vilja að hann fari og það er allt í lagi. En ég er mjög hissa á hvernig félagið hefur staðið að þessu. Þetta snýst allt um samskipti og mér finnst fleiri og fleiri leikmenn fara á slæmm nótum og mér finnst það ekki rétt eða sanngjarnt fyrir leikmanninn.“

Ferdinand telur að De Gea fari nema það mistakist að fá annan markvörð til United.

„Eina leiðin fyrir hann að vera áfram er ef Onana eða hver sem þeir vilja kemur ekki til félagsins. Það yrði samt erfitt fyrir De Gea því hann sér félagið ekki í sama ljósi núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal sagt leiða kapphlaupið um miðjumann sem United reyndi að kaupa

Arsenal sagt leiða kapphlaupið um miðjumann sem United reyndi að kaupa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi