Hakim Ziyech féll á læknisskoðun hjá Al-Nassr og útlit fyrir að hann gangi ekki í raðir félagsins.
Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu héldu þessu fram í gærkvöldi og nú í morgunsárið taka breskir miðlar í sama streng.
Ziyech var á leið til Al-Nassr frá Chelsea á 17 milljónir punda og hefði orðið liðfélagi Cristiano Ronaldo. Þá er Marcelo Brozovic á leið til félagsins.
Nú er hins vegar útlit fyrir að Ziyech sé fastur hjá Chelsea, þar sem ekkert hefur gengið hjá honum frá því hann kom þangað frá Ajax.
Í janúar var Ziyech hársbreidd frá því að fara frá Chelsea til Paris Saint-Germain. Þá fóru mikilvæg gögn ekki í gegn fyrir lok félagaskiptagluggans og ekkert varð af því.