fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Svona er staðan í viðræðum Manchester United og Chelsea – Stuðningsmenn United geta leyft sér að vera bjartsýnir

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 07:30

Mason Mount fagnar marki / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komandi vika verður mikilvæg fyrir framtíð Mason Mount og mun líklega leiða í ljós hvort kappinn endi hjá Manchester United eða ekki.

Hinn 24 ára gamli Mount á ár eftir af samningi við uppeldisfélag sitt Chelsea og ætlar ekki að framlengja. Hann vill helst vera seldur í sumar en er opinn fyrir því að spila út samning sinn og fara frítt næsta sumar.

United er líklegasti áfangastaður Mount en Chelsea hefur hafnað þremur tilboðum félagisns í enska miðjumanninn. Það síðasta hljóðaði upp á 55 milljónir punda.

Chelsea vildi upphaflega 75 milljónir punda fyrir Mount en hefur nú lækkað verðmiðann niður í 65 milljónir.

United er ekki til í að hækka tilboð sitt fyrir leikmann sem á aðeins ár eftir af samningi en er opið fyrir því að hátta greiðslum á hátt sem hentar Chelsea betur en síðasta tilboð hefði gert.

Helstu miðlar segja að bjartsýni sé á að skiptin muni ganga í gegn. Daily Mail segir jafnframt að heimildamenn sínir tengdir Chelsea telji að niðurstaða fáist í málið á komandi viku og að það muni ekki dragast langt inn í sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er