Fabrizio Romano hefur staðfest að Manchester United sé búið að fá samþykkt tilboð sitt í Mason Mount frá Chelsea.
United mun borga 60 milljónir punda fyrir Mount sem er talsvert minna en Chelsea ætlaði sér.
United borgar 55 milljónir punda í öruggar greiðslur og 5 milljónir punda í mögulega bónusa.
Mount er 24 ára gamall og átti ár eftir af samningi sínum við Chelsea, hann lét félagið viti að hann vildi burt.
Mount er enskur landsliðsmaður sem átti þó ekki sitt besta tímabil síðast eins og aðrir hjá Chelsea.
Mount hefur þegar tekið tilboði United og mun hann nú gangast undir læknisskoðun áður en skrifað verður undir.
BREAKING: Manchester United agree £60m package deal for Mason Mount with Chelsea — it’s done, here we go! 🚨🔴 #MUFC
Personal terms agreed weeks ago and face to face talks between clubs made it clear: the agreement is done.
Mount becomes Utd player — they NEVER left the race. pic.twitter.com/tusESsyp2x
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 29, 2023