Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur stigið niður fæti og ætlar að koma í veg fyrir það að Kyle Walker fari til FC Bayern.
Þessi 33 ára gamli enski landsliðsmaður er eftirsóttur og Bayern vill kaupa hann.
Walker er á leið inn í sitt síðasta ár á samningi og City ætlar að bjóða honum ár í viðbót til að vera áfram.
Guardiola vill ekki missa Walker og segir Bild í Þýskalandi að hann geri allt til að halda í hann.
Þrátt fyrir að vera að detta á aldur er Walker en einn fljótasti leikmaður enska boltans.