fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Er að fara í vinnu þar sem hann fær 120 milljónir á mánuði – Drullaði yfir þennan sama stað og eyddi Twitter færslum núna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 11:00

Maddisonn (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Maddison er að ganga í „ Tottenham frá Leicester fyrir um 40 milljónir punda en hann hefur eytt nokkrum gömlum Twitter færslum.

Enski landsliðsmaðurinn virðist hafa hatað Tottenham á árum áður og þá sérstaklega þegar Gareth Bale var stjarna liðsins.

„Ég hata Gareth Bale með ástríðu, slakaðu á api. Wilshere er 10 sinnum betri en þú simpansi,“ skrifaði Maddisson árið 2012.

Maddison var þá 16 ára gamall og hélt áfram að urða yfir Tottenham sem er í dag að fara að borga honum 30 milljónir króna á viku.

„Vona að Luis Suarez slátri Tottenham í dag, þoli ekki Spurs. Sérstaklega ekki apann sem allir eru að tala um,“ segir Maddisson nokkrum mánuðum síðar árið 2013.

Maddison er að fara í læknisskoðun í dag og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu klukkustundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn