Knattspyrnugoðsögnin Andrea Pirlo er tekinn við sem stjóri Sampdoria.
Pirlo gerði garðinn frægan með Juventus, AC Milan og Inter sem leikmaður og hefur síðan reynt fyrir sér í þjálfun.
Pirlo var stjóri Juventus fyrir tveimur árum síðan.
Nú gerir Ítalinn tveggja ára samning við Sampdoria sem spilar í B-deildinni eftir að hafa fallið úr Serie A í vor.
📄 | OFFICIAL
Benvenuto mister: @Pirlo_official è il nuovo allenatore della #Sampdoria.
🔵⚪🔴⚫⚪🔵
— U.C. Sampdoria (@sampdoria) June 27, 2023