fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Virtur fjölmiðill segir viðræður Gylfa og DC United ekki langt komnar og engar tölur hafi verið ræddar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. júní 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

433.is sagði frá því í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum. Síðan að frétt okkar birtist hafa margir stærstu fjölmiðlar í heimi sagt frá málinu.

Ensk blöð sögðu fyrr í dag að Gylfi Þór væri væntanlegur til Washinghton í dag til að ræða við félagið og Wayne Rooney þjálfara liðsins.

The Athletic segir svo frá málinu en þar kemur fram að viðræður um kaup og kjör séu ekki langt komnar. „Samningurinn er enn á byrjunarstigi og ekkert formlegt tilboð hefur verið lagt fram,“ segir í grein The Athletic.

Þjálfari DC United er Wayne Rooney fyrrum samherji Gylfa Þórs hjá Everton. Með liðinu leikur svo hinn öflugi Guðlaugur Victor Pálsson.

Gylfi Þór fagnar 34 ára afmæli sínu í haust en fyrir utan eitt og hálft ár í Þýskalandi hefur Gylfi verið búsettur í Bretlandi frá árinu 2005.

Samningur hans við Everton rann út fyrir ári síðan en rannsókn á máli hans í Bretlandi var felld niður í vor þar sem engar líkur voru taldar á að hann yrði dæmdur fyrir meint brot.

„Þetta er mjög langur tími sem hann hefur ekki getað spilað fótbolta. Í ljósi niðurstöðu málsins þá vona ég að hann geti fundið leiðina aftur inn í leikinn. Það er enginn ástæða fyrir því að hann ætti ekki að geta það,“ sagði Mark Haslam lögmaður Gylfa Þórs í samtali við 433.is á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frá Norwich til Barcelona

Frá Norwich til Barcelona
433Sport
Í gær

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar
433Sport
Í gær

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins
433Sport
Í gær

Amorim opinberar hvernig United mun haga sér í janúarglugganum

Amorim opinberar hvernig United mun haga sér í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn