fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Leikmaður Arsenal brjálaður yfir því að Havertz sé á leiðinni – Íhugar framtíð sína

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júní 2023 10:03

Christian Romero og Kai Havertz (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Nketiah, leikmaður Arsenal, er sagður ósáttur með að Kai Havertz sé að ganga í raðir félagsins.

Heimildamaður breska götublaðsins The Sun segir frá þessu.

Havertz er á leið til Arsenal frá Chelsea á 65 milljónir punda. Nketiah er ósáttur við að sóknarmaður sé að bætast við leikmannahópinn.

Nketiah var varaskeifa fyrir Gabriel Jesus framan af á síðasta tímabili en þurfti heldur betur að stíga upp þegar Brasilíumaðurinn meiddist um langa hríð. Þá skoraði enski framherjinn níu mörk í 39 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Nketiah er nú hræddur um að færast neðar í goggunarröðina.

„Eddie er á mikilvægum stað á ferli sínum. Honum finnst hann hafa sannað það að hann geti skorað mörk á efsta stigi og vill spila í hverri viku. En nú ætlar félagið að fjárfesta duglega í öðrum sóknarmanni og nú efast Eddie um framtíð sína hjá félaginu,“ segir heimildamaðurinn.

Crystal Palace, Fulham og West Ham eru öll sögð áhugasöm um Nketiah. Arsenal liggur hins vegar ekkert á að selja leikmanninn sem er á löngum samningi.

„Arteta metur Eddie mikils. Nú er liðið í Meistaradeildinni og hann telur að hann þurfi þrjá topp sóknarmenn. Þess vegna vill hann Havertz, leikmann sem hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni og Evrópu,“ segir heimildarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM