fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Besta deild karla: Stefnir í arfa slaka titilvörn Blika – FH í alvöru gír og Keflavík náði í stig

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. júní 2023 21:12

Mynd/ Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titilvörn Breiðabliks er nánast orðin að engu eftir tap gegn HK í Kórnum í kvöld. Heimamenn unnu sanngjarnan sigur 5-2 sigur og eru með sex stig gegn Blikum í sumar.

HK komst í þrígang yfir í leiknum en tveir fyrrum Blikar, þeir Atli Hrafn Andrason og Arnþór Ari Atlason voru á skotskónum.

Eftir tapið eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings sem eiga leik til góða. Blikar hafa tapað tveimur leikjum gegn HK, einum leik gegn ÍBV og gert jafntefli gegn Keflavík. 11 stig töpuð gegn liðum í neðri hluta deildarinnar.

Það er öllu bjarta yfir FH sem er nú aðeins þremur stigum á eftir Blikum sem sitja í þriðja sæti og á liðið leik til góða. FH var að berjast við fall á síðustu leiktíð en vann Fram 4-0 í kvöld þar sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö.

Keflavík bjargaði svo stigi gegn Fylki á heimavelli þar sem Edon Osmani jafnaði leikinn. Keflavík er þremur stigum á eftir Fram sem er í tíunda sæti deildarinnar.

HK 5 – 2 Breiðablik
1-0 Örvar Eggertsson
1-1 Stefán Ingi Sigurðarson
2-1 Atli Hrafn Andrason
3-1 Arnþór Ari Atlason
3-2 Stefán Ingi Sigurðarson
4-2 Atli Arnarson
5-2 Brynjar Snær Pálsson

FH 4 – 0 Fram
1-0 Úlfur Ágúst Björnsson
2-0 Úlfur Ágúst Björnsson
3-0 Kjartan Kári Halldórsson
4-0 Kjartan Henry Finnbogason

Keflavík 1 – 1 Fylkir
0-1 Pétur Bjarnason
1-1 Edon Osmani

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham reynir að fá Dele Alli

Wrexham reynir að fá Dele Alli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Í gær

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið