fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Þetta segja portúgalskir miðlar um einvígið í Laugardal – Tvennt áberandi í umfjölluninni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit tapaði íslenska karlalandsliðið fyrir því portúgalska í undankeppni EM 2024 í gær. Tapið var grátlegt og Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega.

Hinn magnaði Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í blálokin – og það í sínum 200. landsleik.

Portúgalskir miðlar fjölluðu vel um það sem gekk á og var ákveðinn samhljómur í umfjöllun þeirra. Íslenska kvöldsólin vakti greinilega athygli Portúgala og þá var mikið komið inn á að um „týpíska frammistöðu í lok tímabils“ hafi verið að ræða hjá Ronaldo og félögum.

„Undir eilífu sólinni á þessum tíma árs í Reykjavík var þetta týpískur, slappur leikur undir lok tímabils. Leikur á 20. júní hljómar ansi vel, en eftir 11 mánaða strembið tímabil voru menn dauðþreyttir. Cristiano Ronaldo átti ekki sína bestu frammistöðu en hann er samt aðalsöguhetjan. Metin elta hann,“ segir í Tribuna.

Sapo Desporto tók í svipaðan streng. „Þetta var týpískur leikur í lok tímabils. Þetta var erfitt og menn voru þreyttir. Það vantaði að skapa meira og lítið var um færi hjá báðum liðum. En Portúgal sigraði. Þetta var fjórði sigurinn í jafnmörgum leikjum og hefur liðið ekki enn fengið á sig mark. Þetta var erfiðasti leikurinn hingað til en ef til vill var þetta þess vegna sætasti sigurinn, vegna þess hvernig hann vannst.“

Publico gagnrýndi portúgalska liðið.

„Bruno Fernandes fann ekki taktinn og líkamleg geta Bernardo Silva er einskis nýtt í svona fótboltaleik. Ronaldo átti að taka við fyrirgjöfum en niðurstaðan var alltaf sú sama: Slagur við íslensku skrímslin sem elska skallaeinvígi. Þetta var afar slakur leikur frá Ronaldo. Hann var eins og eyja frammi með enga aðstoð. Mark hans breytir ekki hversu lélegur hann var.“

Fyrirsögn A Bola vakti svo hvað mesta athygli. „Sólin skín líka á kvöldin fyrir stjörnur eins og Ronaldo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar