fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ummæli um Ronaldo eldast illa fyrir Beckham og félaga í ljósi stöðunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 09:00

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami gæti þurft að eyða gömlum ummælum á samfélagsmiðlum eftir mikla umræðu sem skapaðist í gær.

Inter Miami, sem er í eigu goðsagnarinnar David Beckham, setti athugsemd við mynd af Tom Brady og Cristiano Ronaldo í fyrra. Setti félagið tvær geitur (emojis) við myndina.

Nú er Lionel Messi genginn í raðir Inter Miami, en eins og flestir vita hefur verið mikil umræða um það í áraraðir hvor sé betri leikmaður, Messi eða Ronaldo.

Sá sem sér um samfélagsmiðla Inter Miami sá allavega ástæðu til þess að segja að það sé Ronaldo. Þá var Messi auðvitað ekki kominn til félagsins.

Ekki höfðu margir spáð í ummælunum fyrr en aðdáendur vöktu athygli á þeim í gær og í kjölfarið birtu enskir miðlar þau.

Messi er að ganga í raðir Inter Miami á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd