fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Mjög óvænt úrslit í Bosníu – Slóvakía vann og er sjö stigum á undan Íslandi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 22:53

Frá leiknum í Bosníu. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita þá tapaði Ísland 1-0 gegn Portúgal í kvöld og er ekki í frábærum málum í riðli sínum í undankeppni EM.

Ísland er með aðeins þrjú stig eftir fjóra leiki en eini sigurinn kom gegn Liechtenstein og var sannfærandi, 7-0.

Portúgal, Slóvakía og Bosnía hafa öll unnið Ísland hingað til en næsta verkefni verður í september.

Við fengum þó ágætis fréttir í kvöld þar sem Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann Bosníu á útivelli, 2-0.

Ísland á eftir að spila við Lúxemborg úti sem og heima og gætu þar fengist sex stig með góðri frammistöðu.

Liechtenstein tapaði þá fjórða leik sínum í röð 1-0 gegn Slóvakíu og er án stiga og hefur ekki skorað mark.

Slóvakía er hins vegar með tíu stig eftir fjóra leiki og staða Íslands því ekki góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham