fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Landsliðsþjálfarinn lætur Grealish og félaga vita að það séu mörk fyrir öllu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júní 2023 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, landsliðsjálfari Englands, segir leikmenn sína einbeitta á leik kvöldsins gegn Möltu í undankeppni EM 2024.

England mætir Möltu í kvöld og Norður-Makedóníu á mánudag.

Nokkrir leikmenn Manchester City komu aðeins til móts við enska liðið í gær. Margir þeirra hafa tekið vel á því í drykkju undanfarna daga eftir að hafa unnið þrennuna með sínu liði, þá sérstaklega Jack Grealish.

„Það eru mörk og við fylgjumst alltaf náið með leikmönnum,“ segir Southgate.

„Ég hef rætt við leikmennina um þar hvar einbeiting þeirra þarf að vera. Þetta er ný staða fyrir okkur. Við höfum verið með leikmenn í úrslitum Meistaradeildarinnar áður en við höfum ekki verið með leikmenn sem vinna þrenuna.

Hlutirnir verða aldrei eins fyrir þessa leikmenn og líf þeirra breytist.“

Southgate segir það ekki sína upplifun að menn séu annars hugar.

„Það er margt um að vera í sumar sem getur truflað okkur ef við leyfum því að gera það. Ég hef ekki tekið eftir því í þessari viku með neinn leikmann.“

Grealish og aðrir leikmenn City munu ekki byrja leik kvöldsins en þeir gætu komið við sögu á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester