fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Ótrúleg góðmennska – Átti að fá 130 milljónir í sinn vasa en fólkið sem á minna fær að njóta þess

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 08:30

Pep Guardiola

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Manchester City brosir sínu breiðasta næstu daga eftir að Pep Guardiola stjóri liðsins ákvað að gleðja þau.

Eftir að hafa unnið þrennuna átti Guardiola rétt á bónusgreiðslu frá félaginu.

Samkvæmt enskum blöðum átti Guardiola að fá 750 þúsund pund eða 130 milljónir íslenskra króna.

Í stað þess að taka við þeim sjálfur ákvað Guardiola að allt starfsfólk í kringum liðið fengi peninginn.

Guardiola er á frábærum launum allt árið en starfsfólk í mötuneyti og afgreiðslu er það ekki. Hann ákvað því að gleðja alla.

Guardiola og City unnu stóru þrennuna og er mikil ánægja í kringum félagið en þetta útspil Guardiola gleður fólk enn meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur