fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Sláandi mynd af Grealish kemur fram á sjónarsviðið – Gat ekki gengið eftir stífa drykkju og starfsfólkið mætti með hjólastól

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur tekið hressilega á því í drykkju frá því Manchester City varð Evrópumeistari á laugardag eftir sigur á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl.

Liðið fagnaði vel í Tyrklandi eftir að hafa tryggt sér titilinn og á sunnudag flaug liðið heim til Manchester. Þaðan fór hins vegar stór hluti hópsins til Ibiza.

Þar var djammað á sunnudagskvöld, áður en hópurinn kom aftur til Manchester í gær og fagnaði með stuðningsmönnum sínum á opinni rútu.

Nú hafa birst myndir af Grealish frá því hann yfirgaf hótelið á Ibiza í gærmorgunn. Þar mátti sjá hann styðja sig við Kyle Walker, liðsfélaga sinn.

„Liðsfélagar Jack héldu honum uppi og komu honum í rútu. Þegar þeir komu á flugvöllinn sá starfsfólk þar að hann átti í erfiðleikum með gang og kom með hjólastól. Hann gat þó gengið upp í vél sjálfur,“ segir sjónarvottur enska götublaðsins The Sun.

Grealish er þekktur fyrir að kunna að skemmta sér og mun hann án efa gera það þar til hann þarf að mæta til æfinga með City á ný síðar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher hjólar í Garnacho fyrir hegðun hans á fyrsta leik Chelsea

Carragher hjólar í Garnacho fyrir hegðun hans á fyrsta leik Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru