fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sláandi mynd af Grealish kemur fram á sjónarsviðið – Gat ekki gengið eftir stífa drykkju og starfsfólkið mætti með hjólastól

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur tekið hressilega á því í drykkju frá því Manchester City varð Evrópumeistari á laugardag eftir sigur á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl.

Liðið fagnaði vel í Tyrklandi eftir að hafa tryggt sér titilinn og á sunnudag flaug liðið heim til Manchester. Þaðan fór hins vegar stór hluti hópsins til Ibiza.

Þar var djammað á sunnudagskvöld, áður en hópurinn kom aftur til Manchester í gær og fagnaði með stuðningsmönnum sínum á opinni rútu.

Nú hafa birst myndir af Grealish frá því hann yfirgaf hótelið á Ibiza í gærmorgunn. Þar mátti sjá hann styðja sig við Kyle Walker, liðsfélaga sinn.

„Liðsfélagar Jack héldu honum uppi og komu honum í rútu. Þegar þeir komu á flugvöllinn sá starfsfólk þar að hann átti í erfiðleikum með gang og kom með hjólastól. Hann gat þó gengið upp í vél sjálfur,“ segir sjónarvottur enska götublaðsins The Sun.

Grealish er þekktur fyrir að kunna að skemmta sér og mun hann án efa gera það þar til hann þarf að mæta til æfinga með City á ný síðar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona