fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Manchester United sagt fylgjast með gangi mála hjá Mbappe eftir tíðindi gærdagsins – Óvænt félag einnig í kapphlaupið um hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 10:30

Kylian Mbappe / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er áhugi víða á Kylian Mbappe, en framtíð kappans er í lausu lofti eftir bréf sem hann sendi félagi sínu, Paris Saint-Germain, í gær.

Mbappe skrifaði undir tveggja ára samning við PSG í fyrra með möguleika á árs framlengingu. Aðeins hann gat virkjað þann möguleika. Kappinn hefur ákveðið að gera það ekki, en greint var frá þessu í gærkvöldi.

PSG er mjög hissa á formlegu bréfi sem Mbappe sendi félaginu í gærkvöldi þess efnis að hann hyggðist ekki virkja möguleikann á eins árs framlengingu. Sá möguleiki hefði nefnilega sjálfkrafa verið sleginn af borðinu 1. ágúst næstkomandi, nema samið væri um annað.

Franska félagið íhugar því nú alvarlega að selja Mbappe. Það ætlar í hið minnsta ekki að missa hann frítt svo það er annað hvort að selja hann í sumar eða sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning.

The Times heldur því fram að Chelsea ætli að blanda sér í kapphlaupið um Mbappe eftir að fréttir gærdagsins bárust. Liðið var í miklum vandræðum á nýafstaðinni leiktíð og yrði Mbappe heldur betur styrking. Þá er Mbappe einnig orðaður við Manchester United.

Mbappe var sterklega orðaður við Real Madrid í fyrra áður en hann framlengdi við PSG. Félagið er talið sigurstranglegast til að landa honum en ensku félögin vilja nýta sér stirt samband PSG og Real Madrid til að landa honum.

Ósætti var með Real Madrid innan herbúða PSG eftir að spænska félagið bauð í Mbappe 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar