fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Á rúntinum með Age Hareide – „Ég brunaði niður hraðbrautina og með hann upp á hótel“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. júní 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá þar til sín góða gesti. Í þetta sinn sat landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson með þeim.

Age Hareide er tekinn við íslenska landsliðinu og hefur stýrt nokkrum æfingum fyrir komandi leiki gegn Slóvakíu og Portúgal.

„Hann veit nákvæmlega hvernig hann vill spila. Hann er með ákveðnar hugmyndir um hvernig við getum fundið glufur í vörn andstæðinganna og hvað við getum gert. Svo er hann mikill karakter. Þegar hann talar þá hlusta menn og gera það sem hann segir. Hann hefur gert þetta allt áður og af hverju ætti maður ekki að hlusta á hann?“

Jóhann var spurður út í muninn á Hareide og Lars Lagerback.

„Við erum ekkert að fara aftur í 4-4-2 og negla honum löngum eins og áður fyrr. Við erum heldur ekki með leikmenn í það. Við vorum með ótrúlega framherja sem við gátum neglt upp á. Við erum með öðruvísi leikmenn núna sem við þurfum að nýta.“

Hareide, heimsótti Jóhann á Englandi þegar tímabilið með Burnley var í fullum gangi.

„Hann sagði mér hvað hann vildi fá frá mér í landsliðinu og öðrum. Það er frábært þegar landsliðsþjálfarinn gerir sér ferð til að hitta þig og spjalla saman.“

Jóhann og Hareide tóku þá rúnt saman.

„Ég þurfti að skutla kallinum upp á hótel. Ég brunaði niður hraðbrautina og með hann upp á hótel.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture