fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sagt að hundskast burt eftir að hafa sett á sig heyrnartólin – Guardiola leitaði strax til stjórnarinnar

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. júní 2023 14:22

Cancelo í viðtali eftir leik / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Manchester City ákvað að láta bakvörðinn Joao Cancelo fara í janúar.

Cancelo var einn allra mikilvægasti leikmaður Man City um tíma en var lánaður til Bayern Munchen í janúar.

Portúgalinn virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Man City og verður að öllum líkindum seldur í sumar.

Pep Guardiola, stjóri Man City, fékk víst nóg af Cancelo er hann ákvað að setja á sig heyrnartól á miðjum liðsfundi.

Guardiola ræddi þar við leikmenn Man City og gaf upplýsingar en Cancelo virtist hafa lítinn sem engan áhuga á að hlusta.

Í kjölfarið ákvað Guardiola að leita til stjórnar félagsins og heimtaði það að Cancelo yrði látinn fara frá félaginu í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“