fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Tvö stórfyrirtæki ástæða þess að Messi valdi Miami – Fær ríflegar greiðslur frá þeim ef vel gengur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi hefur ákveðið að ganga í raðir Inter Miami. Þetta segir hinn virti blaðamaður Guillem Balague en grein eftir hann þess efnis birtist á vefsíðu BBC nú fyrir stundu auk þess sem Balague greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni.

Hinn 35 ára gamli Messi er að renna út á samningi hjá Paris Saint-Germain og fer frítt til Inter Miami.

Nú fjalla svo erlendir fjölmiðlar um það að Apple og Adidas séu stór ástæða þess að Messi ákveður að fara til Miami.

Þannig er Apple+ að gefa út heimildarmynd um Messi sem fjallar um sögu hans á Heimsmeistaramótinu í Katar þar sem Argentína varð Heimsmeistari.

Apple er með sýningaréttinn af MLS deildinni í Bandaríkjunum og fær Messi prósentu af hverri áskrift sem keypt verður á meðan hann spilar þarna.

ADidas hjálpar svo einnig til en fyrirtækið er með alla búninga í deildinni en hann prósent af öllum hagnaði í kringum MLS deildina hjá Adidas.

Að lokum fær svo Messi forkaupsrétt í félagi í deildinni líkt og David Beckham gerði sem gerði honum kleift að stofna og eiga Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni