fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Grétar varpar nýju ljósi á fjaðrafokið milli Kjartans og Hansen – „Ég held að menn fatti ekki hvað hann gerir mikið af þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, var mikið til umræðu í vor, ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja FH.

Sá síðarnefndi var dæmdur í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir olnbogaskot í Hansen í leik liðanna.

Nokkrum dögum síðar vildu einhverjir sjá Hansen fá sömu refsingu fyrir olnbogaskot í leik gegn HK.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrrum knattspyrnumaður, var gestur hlaðvarpsins Chat After Dark á dögunum. Þar kom Hansen til umræðu.

„Ég þoli ekki hvað er ekki talað um olnbogaskotin hans. Ég hef spilað á móti honum. Ég hugsaði: Kann hann ekki að fara upp í skallabolta án þess að fara með hendurnar upp?

Nú gerði hann þetta um daginn og það fór svolítið fyrir því. En ég held að menn fatti ekki hvað hann gerir mikið af þessu,“ sagði Grétar í þættinum.

Hann hélt svo áfram.

„Þetta er bara bannað. Og þegar þú ert svona stór og sterkur er bara líklegra að þú farir í einhvern.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“