fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Spjótin beinast að KSÍ á ný: Segir atvik í vikunni óskiljanlegt – „Er þetta ekki skandall?“

433
Sunnudaginn 4. júní 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.

Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

video
play-sharp-fill

Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, hélt eldræðu í viðtali við Fótbolta.net eftir leik gegn Þrótti á dögunum. Það vantaði fjórða dómara í leikinn og gagnrýndi Pétur KSÍ fyrir það.

Þá gagnrýndi hann einnig Stöð 2 Sport fyrir umfjöllun og ÍTF fyrir skort á sýnileika Bestu deildar kvenna. Því síðarnefnda var hins vegar svarað og leiðrétt á dögunum.

„Ég tek undir þetta með honum, sérstaklega með fjórða dómarann. Þetta er ótrúlega mikilvægt atriði. Það er eiginlega óskiljanlegt að það sé ekki dómari í stærsta leik umferðarinnar.

Horfðu á þáttinn í heild hérna

Mér finnst umgjörðin ekki alveg hafa stigið skrefið eins og talað hefur verið um,“ sagði Ásgerður í þættinum.

„Er þetta ekki skandall, að vera ekki með fjórða dómara?“ spurðu Helgi.

Hrafnkell tók til máls. „Jú, mér finnst það mjög lélegt. Þarna verður þú að hafa þetta jafnt. Ef möguleikinn er ekki gefinn sjáum við aldrei hvort hægt sé að fá fleiri á völlinn og þess háttar.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum
Hide picture