fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Sveindís Jane í ítarlegu viðtali fyrir stóru stundina – „Leiðinlegt að vinna ekki deildina en ef við vinnum Meistaradeildina er mér alveg sama“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 3. júní 2023 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Wolfsburg, mun í dag spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona. Hún er ansi spennt fyrir komandi verkefni.

„Stemningin er góð. Ég er ógeðslega spennt og get ekki beðið eftir að spila þennan leik,“ segir Sveindís í viðtali við Íþróttavikuna hér á 433.is.

Barcelona þykir sigurstranglegra liðið fyrir leik.

„Við erum vel stemmdar og vitum að öll pressan er á Barcelona. Þær fóru í úrslitaleik í fyrra og pressan er á þeim.“

Wolfsburg missti af Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayern Munchen um síðustu helgi. Setur það meira blóð á tennurnar fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar?

„Já, hundrað prósent. Það var leiðinlegt að vinna ekki deildina en ef við vinnum Meistaradeildina er mér alveg sama um hana.“

Sveindís hefur spilað fyrir tugþúsundir manna í Meistaradeildarleikjum undanfarin tímabil en kippir sér ekki of mikið upp við það.

Horfðu á þáttinn í heild hérna

„Fyrir mér eru þetta bara venjulegir leikir. Þetta er eins og að spila hvern annan leik. En það er bónus að það sé fullur völlur og að það sé orðið normið í kvennaboltanum er bara geggjað.“

Það á búast við fleiri stuðningsmönnum Wolfsburg en Barcelona í Eindhoven, þar sem leikurinn fer fram.

„Það er bara 40 mínútna flug svo þetta er svolítið okkar heimavöllur.“

Ítarlega er rætt við Sveindísi í spilaranum. Þar má einnig sjá almenna umræðu um leikinn í dag úr Íþróttavikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Í gær

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
Hide picture