fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Spenntur fyrir endurkomu Alberts sem var frystur af Arnari Þór – Bendir á að Hareide þurfi þó að finna út úr einu

433
Mánudaginn 29. maí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni sat Viðar Örn Kjartansson með þeim.

Albert Guðmundsson var orðaður við AC Milan í vikunni, en hann hefur farið á kostum með Genoa.

„Hann er búinn að eiga frábært tímabil og skora fullt af mörkum. Það er mikilvægt fyrir mann í hans stöðu,“ segir Viðar.

Hrafnkell myndi skilja Albert vel að velja AC Milan.

„Hann hugsar kannski: Ég fæ þennan möguleika aldrei aftur. Og ef þetta gengur ekki getur hann tekið skref til baka en farið samt í lið sem er jafnvel enn betra en Genoa.“

Albert mun snúa aftur í íslenska landsliðið undir stjórn Age Hareide. Viðar er spenntur fyrir því.

„Ég hef mikla trú á honum. Núna er hann að sýna hvað virkilega í honum býr. Hann hefur alltaf sýnt glefsur inn á milli en nú var hann virkilega góður á löngu tímabili. Í landsliðinu 2015-16 hefði hann ekki endilega hentað frábærlega, þar sem var farin leið 1 og spilaður árangursríkur fótbolti. Það þarf bara að finna út hvar þú ætlar að nota hann á vellinum, gefa honum fullt traust og hann mun gera mikið fyrir landsliðið, það er hundrað prósent.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað
433Sport
Í gær

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Í gær

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
Hide picture