fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Enginn leikmaður Arsenal ánægður þessa stundina – ,,Sársaukafullt og pirrandi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. maí 2023 21:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, segir að leikmenn liðsins séu alls ekki ánægðir með hvernig tímabilið á Englandi endaði.

Arsenal hafnaði í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City eftir lokaumferðina í gær.

Arsenal var þó lengi í bílstjórasætinu en missteig sig undir lokin og viðurkennir Norðmaðurinn að enginn sé sáttur með árangurinn að lokum.

Arsenal endaði tímabilið þó vel og vann öruggan 5-0 heimasigur á Wolves.

,,Við vorum alls ekki ánægðir með lok tímabilsins. Þegar sú tilfinning fer þá getum við horft til baka með stolti held ég yfir tímabilið í heild sinni en eins og er þá er þetta sársaukafullt og pirrandi,“ sagði Ödegaard.

,,Eftir þar sem við vorum allt tímabilið þá erum við ekki ánægðir með annað sætið. Það er gott afrek og allir hefðu tekið það fyrir fram en við vildum vinna deildina og vorum í stöðu til að gera það. Það er gott merki að við séum vonsviknir og við eigum að vera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur