fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Víkingur hefur bætt árangur Blika frá því í fyrra

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 20:19

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann öruggan sigur á KA í Bestu deild karla í kvöld. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína það sem af er keppni.

Það sást fljótt í hvað stefndi í kvöld og gestirnir úr borginni komust yfir strax á 3. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði. Fyrsta mark hans fyrir Víking í Bestu deildinni. Áður en hálfleiksflautið gall bætti Víkingur við marki. Þar var að verki Birnir Snær Ingason.

Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar héldu áfram að bæta í. Matthías skoraði annað mark sitt strax í upphafi seinni hálfleiks. Ari Sigurpálsson kórónaði svo frábæran leik Víkings með marki í lokin. Lokatölur 0-4.

Sem fyrr segir var þetta níundi sigur Víkings í röð í byrjun leiktíðar. Hefur liðið þar með bætt árangur Breiðabliks frá því í fyrra, en Íslandsmeistararnir unnu fyrstu átta leiki sína.

Besta byrjun í sögu Íslandsmóts eru hins vegar 16 sigurleikir. Það var Valur sem vann fyrstu 16 leiki sína árið 1978.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“