fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Sky fullyrðir að United vilji þrjá enska landsliðsmenn í sumar – Kane efstur á blaði og besti vinur Mount er einnig á listanum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 14:00

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports í Bretlandi heldur því fram að Manchester United vilji í draumaheimi tryggja sér þrjá enska landsliðsmenn í sumar. Sky segir Harry Kane efstan á óskalistanum.

Kane er besti leikmaður Tottenham en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum og ekkert heyrist um viðræður.

Möguleiki er fyrir hendi að Tottenham selji Kane í sumar af ótta við það að hann fari frítt eftir ár.

Mynd/Getty

Eins og fjallað hefur verið um vill Mason Mount miðjumaður Cheslea fara til United en viðræður hans við félagið sitt um nýjan samning hafa ekki fengið.

Mount líkt og Kane á bara ár eftir af samningi en talið er að United sé tilbúið að borga rúmar 50 milljónir punda fyrir Mount.

Getty Images

Þá segir Sky Sports að United vilji einnig fá Declan Rice miðjumann West Ham sem er til sölu fyrir um 100 milljónir punda í sumar. Rice og Mount eru bestu vinir en þeir ólust upp saman hjá Chelsea. Arsenal er á eftir Rice og er enn talið líklegasta liðið til að klófesta hann.

Ólíklegt verður að teljast að United takist að krækja í þessa þrjá leikmenn sem kosta saman yfir 200 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar