fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Friðrik Ellert birti myndbönd úr fögnuði í Nottingham: Hefur unnið með öllum okkar fremstu – Sá launahæsti ánægður með Íslendinginn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn færasti sjúkraþjálfair Íslands, Friðrik Ellert Jónsson, hefur undanfarna mánuði starfað hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Liðið vann frækinn sigur á Arsenal á laugardag.

Sigurinn tryggði Nottingham áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni og varð einnig til þess að Manchester City varð formlega meistari í deild þeirra bestu á Englandi.

Mikil gleði var í Nottingham þegar ljóst var að nýliðarnir yrðu áfram með þeirra bestu og tók Friðrik það allt upp á símann og birti það á Instagram.

Þar má sjást þegar Jesse Lingard, launahæsti leikmaður liðsins fer að tala um Íslendinginn og á þar við Friðrik. Lingard sem olli vonbrigðum hjá Nottingham er sagður hafa þénað um og yfir 30 milljónir á hverri viku í vetur.

video
play-sharp-fill

Friðrik er margreyndur sjúkraþjálfari sem hefur meðal annars starfaði lengi fyrir íslensku landsliðin í knattspyrnu.

Þá hefur hann í gegnum tíðina verið íslenskum landsliðsmönnum innan handar hjá félagsliðum þeirra og eru dæmi um að Friðrik hafi verið hjá Everton á meðan að Gylfi Þór Sigurðsson var leikmaður félagsins sem og hjá Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað undanfarin ár. Hann hefur einnig unnið náið með Aroni Einari Gunnarssyni, Alfreð Finnbogasyni og fleirum þegar þeir eru í endurhæfingu.

Degi eftir að Ísland hafði unnið 7-0 sigur á Liechtenstein í mars birti Friðrik spjall við Aron Einar sem skoraði þrennu í þeim frækna sigri sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. „Leiðtogahæfileikar. Aron Einar sýndi og sannaði í gær enn og aftur hversu mikill leiðtogi hann er. Í þessu “viðtali” sem ég tók við hann eru frábærir punktar frá honum sem ættu að hjálpa framtíðar leikmönnnum okkar,“ skrifar Friðrik og birtir myndband sem sjá má hér að neðan.

Friðrik hefur á Instagram síðu sinni sýnt náið frá því þegar hann hefur í gegnum árin unnið með færustu knattspyrnumönnum Íslands. Þar á meðal birtir hann myndir af því þegar hann var að vinna með Gylfa Þór þegar hann lék með Everton.

Friðrik Ellert var einn af þeim reyndu starfsmönnum landsliðsins sem hætti í stjórnartíð Arnars Þórs en hann hafði í gegnum öllu góðu tímana starfað í kringum liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur
Hide picture