Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Um tvær vikur eru þar til Age Hareide, nýr landsliðsþjálfari karla, opinberi sinn fyrsta landsliðshóp. Brynjari líst vel á kauða.
„Ég er alltaf mikið fyrir miðaldra karlmenn, mér finnst þeir alltaf bestir,“ sagði hann og hló.
Hareide tók við af Arnari Þór Viðarssyni.
„Þetta var ekki alveg að ganga upp. Það voru skrýtin öll samtöl. Allt í kringum þetta var svo skrýtið. KSÍ í hálfgerðum molum og árásirnar á KSÍ. Þetta var umhverfi sem var vonlaust. Það kannski þarf eitthvað algjörlega nýtt og kannski er það að ráða miðaldra karl.“
Umræðan í heild er í spilaranum.